Hver nennir svosem að lesa þetta?
...og af hverju ætti mér ekki að vera sama?


laugardagur, febrúar 10  

Fyrst og fremst:
Ha? Dauður? Ég? Neeeeeiiii, ekki alveg.
Hef hinsvegar ekki fundið hjá mér þörfina fyrir að blogga undanfarnar vikur og mánuði. Eftir að hafa fylgst með vinnufélaga mínum fara hamförum á sínu bloggi getur maður samt ekki annað en trúað því að sögur af dauða bloggsins séu stórlega ýktar.

Spurning um að reyna því að byrja einu sinni enn.

Og svo...
Í dag voru tilnefningar til blaðamannaverðlaunanna kynntar. Það sem er kannski merkilegast við þetta allt saman er að Moggalingurinn nær bara tvisvar upp á borð, og það fyrir svona frekar "öhm* " málefni í bæði skiptin.

Það skyldi þó ekki vera að það væru Fréttablaði og Blaðið sem koma til með að bítast um hylli lesenda á næstu mánuðum í síharðnandi keppni fjölmiðla um prósentulesningu?

Verst af öllu finnst mér þó að í þessum tilnefningum er hvergi að finna orð um bílablaðamennsku. En líklega getum við bílablaðamenn okkur sjálfum um kennt, við sendum ekki inn tilnefningar nú frekar en fyrri árin. Stefni ótrauður á að fá tilnefningu á næsta ári fyrir "afbragðsgóðan reynsluakstur á Skoda Roomster".

(* "Öhm" málefni eru hvorki léttvægari eða ómerkilegri en önnur málefni. Bara ekki alveg eins hard-core fréttir.)

En samt...
Talandi um bíla. Hálendisvegur norður í land?
Enn og aftur: Nei nei nei og nei!
Burtséð frá umhverfissjónarmiðum þá er þetta ekki það sem okkur vantar. Frekar en enn ein jarðgöngin á milli tveggja eftirlifandi kotbænda í sitthvorum firðinum.
Á síðustu dögum hafa orðið tvær bílveltur innanbæjar í Reykjavík. Ég er þess fullviss (án þess að hafa neitt fyrir mér í þessu frekar en nokkru öðru sem ég segi) að einstklega lélegt ástand gatnakerfis Reykjavíkur á þar stóran hlut að máli.

Naglar eru vondir fyrir götur.
Salt er enn verra fyrir götur.

Lærum að keyra.

En... hálendisvegur. Það eina góða sem ég sé við hann er að þá losnum við kannski við þungaflutninga af hringveginum og getum farið að keyra þar óhrædd aftur.

Kannski...
Það eina sem vekur minni eftirtekt en undankeppni Eurovision þetta árið er X-factor.

[]

Dig it? | Röflað kl.16:09 | Word to tha muthafucka?
This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Weblog Commenting by HaloScan.com
Svona linka-dót
Svona gamalt dót