þriðjudagur, nóvember 7
Fyrst og fremst: Mér finnst stundum fyndið hvað þeir sem semja íslenskar auglýsingar hugsa stundum skammt.
Munið þið til dæmis eftir auglýsingunni fyrir hraðþjónustu póstsins? Einhver gaur gónir út í loftið á skrifstofunni sinni og hann er sýndur reyna að láta daginn líða með því að leika sér með skrifstofuáhöldin og þess háttar.
Svo loksins, í lok dags mætti ætla, kemur póstkallinn og lætur skrifstofukallinn skrifa undir plagg.
Ok... þú ert að auglýsa hraðþjónustu, með því að sýna kall eyða öllum deginum í að bíða eftir henni... hversu sniðugt er það?
[]
Dig it? | Röflað kl.12:47 | Word to tha muthafucka?
|