Hver nennir svosem að lesa þetta?
...og af hverju ætti mér ekki að vera sama?


sunnudagur, október 29  

Fyrst og fremst:
Já. Sunnudagskvöld, kalt og fagurt.
Undanfarna daga hefur maður heyrt héðan og þaðan frasa á borð við "æi, nú á að fara að frjósa um helgina" og þess háttar. Þar sem ég hef ekki enn fullkomnað vald mitt yfir ósjálfráðum viðbrögðum hrekkur af vörum mér við slíkar fréttir eitthvað á borð við "jezzzz!" eða "loxinz".

Þá fussar fólk og sveiar, eins og ég hafi verið að segja að Davíð Oddsson væri hipp og kúl gæi. "Hvað er að þér, finnst þér gott að vera kalt?" og ég svara: "Líttu út um gluggann á rokið og rigninguna, finnst þér það betra?"

Málið er nefnilega að það er ekkert svo erfitt að klæða af sér kulda.
Að klæða af sér rigningu getur hinsvegar verið mikið erfiðaraþ

Eitt af því fyrsta sem maður lærir í vetrar-útivist er að bleyta er lífshættuleg. Frost er hinsvegar ekkert svo slæmt, að minnsta kosti ekki af þeim kaliber sem við fáum hérna á Íslandi. Það er pís of keik.

Að auki er oft frábærlega fallegt veður í frosti og ef maður vill sjá hálendið í sínum fegursta ham þá er það í sólskini, daginn eftir mikla snjókomu og hríð.

Ég gæti farið nánar út í þetta með muninn á bleytu og frosti og hvernig það hefur áhrif á líkamshita og orkuforða okkar, en nenni ekki að gera það núna. Sé til ef eftirspurn verður næg.

Bottom line: Veturinn á að vera kaldur og þurr. Ef þú fílar það ekki geturðu hangið í kaldri sturtu allan daginn og athugað hvort þú fílir það betur.

Og svo...
Í nýju vinnunni gengur allt ágætlega. Erum soldið að berjast við skilin. Merkilegt að þetta er fjórði fjölmiðillinn sem ég vinn á og allstaðar eru sömu vandamálin og hvergi virðist vera nægur vilji til að laga þau.

Svo maður verður bara að sætta sig við að heimurinn er ekki fullkominn.

Hitti gömlu vinnufélagana af Allt- og Birtudeildinni í hádeginu á fimmtudaginn. Það var einkar ánægjulegt. Sjaldgæft að jafn stór hópur fólks sé jafn skemmtilegur.

En samt...
Eyddi gærdeginum með Balsa í bílskúrnum. Til stóð að skipta um bremsuklossa, -diska og einn klafa í spydernum hans. Þegar klafinn var kominn út á gólf sáum við að hann hafði fengið vitlausan varahlut afgreiddan. Great. Skiptum bara um bremsuklossa í renault gamla í staðin.

Kannski...
Var í mat hjá Thorsten og Lóu i gærkvöldi (nammi nammi namm!) þar sem hvalveiðarnar urðu aðalumræðuefni okkar við matarborðið.
Ég veit eiginlega varla í hvorn fótinn ég á að stíga með þetta lengur. Sko. Mér finnst alltílagi að skjóta hvali en mér finnst ekki alltílagi að gera það ef allir hætta að fíla okkur.

...En ef það er þetta sem þarf til að koma í veg fyrir að Nylon gefi út geisladisk, then so be it!

[]

Dig it? | Röflað kl.20:08 | Word to tha muthafucka?
This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Weblog Commenting by HaloScan.com
Svona linka-dót
Svona gamalt dót