þriðjudagur, júlí 4
Fyrst og fremst: Já já... síðustu dagar og vikur hafa verið með besta móti. Ég fékk skemmtilega heimsókn í maí, Ninni vinkona mín frá Finnlandi kom í tíu daga heimsókn með kærastanum sínum, honum Östis, og við ferðuðumst um landið og prófuðum ísklifur, river-rafting, brettabrun á Langjökli, siglingu á jökulsárlóni, hellaskoðun, baðferð í heitan læk og svo fengum við okkur kjötsúpu á Arnarstapa.
Eftir það hefur undarlega gengið verið duglegt að ferðast og margt skemmtilegt drifið á okkar daga. Þar fyrir utan er ég búinn að reynslukeyra nokkrum bílum í vinnunni sem mér þótti gaman að prófa, og hitta eitt helsta átrúnaðargoð mitt, Christian von Koenigsegg.
Þannig að... ég ætla ekkert að röfla um stjórnmál að þessu sinni.
Og svo... Verð hinsvegar að skjóta því hér inn að mér fannst smekkleysa í auglýsingaheiminum öðlast nýja vídd þegar ég sá auglýsingu frá Orkuveitu Reykjavíkur. Einhver ungur leikari dansaði fram og til baka um skjáinn og sönglaði "svona viljum við hafa það" um leið og hann sýndi þykjustusyni sínum hvernig hálendið væri virkjað í bak og fyrir til að hægt sé að kveikja á ljósunum heima hjá sér. Í auglýsingunni fólst gríðarlega sterkt statement af hendi Orkuveitunnar, sem og subbulegur boðskapur til yngri kynslóðarinnar.
Þar var hinsvegar ekkert að finna um álver og lægsta raforkuver í heimi sem eingöngu býðst útlendingum.
En samt... Veit einhver hvernig staðan er á raforkuframleiðslu með efnaröfulum? Ég prófaði bíl um daginn sem var knúinn efnarafli og eftir það hef ég verið að spá í hvort sé ekki hægt að búa til rafmagn í stórum stíl með þeim hætti. Varmaorku-rafmagnsframleiðsla er einfaldlega ekki náttúruvæn - hún leggur í rúst stór landsvæði, líkt og sjá má á Hellisheiði.
Kannski... Hef svolítið verið að spá í utanlandsferðum undanfarið. Út frá því kveiknaði gamli draumurinn um að flytjast búferlum frá eyjunni afskekktu í norðri og setjast að á móðurjörð breska heimsveldisins. Þekkir einhver einhvern í Englandi sem getur reddað vinnu? Get unnið 2-3 tíma á dag, en ekki ef það rignir eða ég er latur. Frí alla föstudaga.
[]
Dig it? | Röflað kl.00:26 | Word to tha muthafucka?
|