föstudagur, júní 23
Fyrst og fremst: Rakst á þetta í gögnum sem ég á frá 2001:
Stundum finnst manni að þeir sem vinna við heilbrigðismál hljóti (eða a.m.k. verði) að vera óbrigðult og stórgáfað fólk sem hugsar alveg geysilega skýrt.
Það virðist hins vegar vera að því geti vafist tunga um tönn og jafnvel leiðst út á villigötur þegar kemur að því að tjá sig.... ja, skoðið bara sjálf:
Í þessu samhengi er Ísland ekki útlöndIngibjörg Pálmadóttir á heilbrigðisþingi
Há slysatíðni sjómanna hefur slæm áhrif á heilbrigði þeirra. Af sama heilbrigðisþingi
Sumt líkamstjón, t.d. það sem veldur dauða, er svo kostnaðarsamt fyrir viðkomandi og jafnvel aðstandendur hans að þeir geta verið reiðubúnir að verja öllu sínu fé til að forðast það.Úr Heilbrigðisáætlun sem gefin er út af ráðuneytinu
Eftir talsvert ýtarlega, gagnrýna athugun á fyrirliggjandi athugunum komst Elvik (1993) að þeirri niðurstöðu að virði tölfræðilegs lífs til nota við mat á þjóðhagslegri hagkvæmni aukins umferðaröryggis væri 104 millj. kr. á verðlagi ársins 1995. Úr Heilbrigðisáætlun sem gefin er út af ráðuneytinu
[]
Dig it? | Röflað kl.22:31 | Word to tha muthafucka?
|