þriðjudagur, janúar 31
Fyrst og fremst: Snillingur vikunnar er Reykjavíkurangi sjálfstæðisflokksins í heild sinni.
Löngu fyrir kosningar: "Já já, dömpum þessari helv... bensínstöð í Vatnsmýrina"
Skömmu fyrir kosningar: "Þessi bensínstöð í Vatnsmýrinni er umhverfisslys á heimsmælikvarða og það ætti að leggja R-listann af, enda er hann 100% ábyrgur fyrir þessari ósköp!"
Þarf eitthvað að ræða þetta frekar?
Og svo... Lumma vikunnar að þessu sinni er "Góða daginn" þegar klukkan er orðin 18.00 eða meira. Ég veit að við búum á Íslandi og það er meira og minna grátt "status quo" hérna allt árið - en þetta er samt pínu eins og að rugla persónufornöfnum.
Það talar enginn um forsetann sem "hana". Enda er svosem voðalega lítið talað um forsetann þessa dagana. Vona að hann hafi það nú samt fínt, kallinn.
En samt... Djók vikunnar er krafa Samtaka verslunarinnar um að eingöngu verði selt tóbak og áfengi í komuhöfn fríhafnarinnar í KEF.
Einokunarverslun er fyndin út af fyrir sig, sem og tilraun SV til að taka af Íslendingum þann litla verslunarlega munað sem þeir hafa innan landssteinanna, en langfyndnast er að ætla samt að halda áfram að selja áfengi og tóbak. Af hverju í ósköpunum???
Kannski... Sorg vikunnar er hiklaust hvað ég fann fá Scooter-lög þegar ég flutti MP3 safnið yfir á nýju tölvuna. "It's nice to be important, but it's more important to be nice!"
Strax á hæla þess kemur titilssvipting Hr. Íslands. Af því að hann djammar, finnst víbratorar fyndnir og er með sódómískan sjónvarpsþátt á einhverri stöð sem ég nenni ekki einu sinni að horfa á. Kommon maður, hvað eru brúnir, ljóshærðir, buffaðir strákar að gera annað á Íslandi þessa dagana? "Passa börn, ferðast og stuðla að heimsfriði"? Nja, held ekki.
Hnakki hvað?
[]
Dig it? | Röflað kl.01:07 | Word to tha muthafucka?
|