fimmtudagur, október 27
Fyrst og fremst: Sko... ég blogga lítið. Ekki af því að ég er latur. En heldur ekki af því að ég er lítið við tölvuna. Meira svona af því að þegar ég er við tölvuna... er ég oftast að gera eitthvað annað.
Og svo... En það er gengur náttúrulega ekki að blogga aldrei. Svo ég ætla að koma mér upp svona litlum þáttum til að auðvelda mér bloggið. Fyrsti þátturinn sem er kynntur fram á sjónarsviðið er "Snillingur vikunnar" í boði Black Magic (dósin er að minnsta kosti flottari).
Snillingar vikunnar að þessu sinni eru tveir, þeir Sævar og Völundur. Eftirfarandi samtal (orðrétt eða ekki...svona eftir minni) átti sér stað í kvöld á Hellisheiðinni:
V: "Noh, amma kom víst í heimsókn í kvöld og ég ekki heima. Búin að plana þetta og allt."
S: "Sat hún bara og prjónaði meðan hún beið eftir þér?"
V: "Þessi amma mín prjónar ekki. Hún samkeyrir gagnagrunnsfærslur."
Og stuttu síðar:
E: "Hvað er þetta?"
S: "Samanburðarrás."
E: "Til hvers er hún?"
S&V í kór: "Til að bera saman."
E: "?"
V: "Þetta er lakkrísrör, hálfvitinn þinn!"
S: "Eee... nei, þetta er samanburðarrás."
En samt... Svo var ég í nýliðaprófi um daginn. Er að bíða eftir líkamlegu og andlegu þreki til að setja myndir frá Palla inn á undarlegu síðuna. Þið getið samt skoðað þær hér.
Prófið hófst kl. 19.00 á föstudagskvöldi og stóð í 29 klukkutíma non-stop.
Kannski... Klukkan er hálftólf á miðvikudagskvöldi og ég er að svíkjast undan vinnu. Meira seinna.
[]
Dig it? | Röflað kl.00:16 | Word to tha muthafucka?
|