Hver nennir svosem að lesa þetta?
...og af hverju ætti mér ekki að vera sama?


mánudagur, febrúar 19  

Fyrst og fremst:
Hef ákveðið að flytja mig yfir á Moggabloggið.
Nýja slóðin er: www.einareli.blog.is

Ég þakka þeim sem hlýddu.
Góðar stundir.

[]

Dig it? | Röflað kl.20:37 | Word to tha muthafucka?


laugardagur, febrúar 10  

Fyrst og fremst:
Ha? Dauður? Ég? Neeeeeiiii, ekki alveg.
Hef hinsvegar ekki fundið hjá mér þörfina fyrir að blogga undanfarnar vikur og mánuði. Eftir að hafa fylgst með vinnufélaga mínum fara hamförum á sínu bloggi getur maður samt ekki annað en trúað því að sögur af dauða bloggsins séu stórlega ýktar.

Spurning um að reyna því að byrja einu sinni enn.

Og svo...
Í dag voru tilnefningar til blaðamannaverðlaunanna kynntar. Það sem er kannski merkilegast við þetta allt saman er að Moggalingurinn nær bara tvisvar upp á borð, og það fyrir svona frekar "öhm* " málefni í bæði skiptin.

Það skyldi þó ekki vera að það væru Fréttablaði og Blaðið sem koma til með að bítast um hylli lesenda á næstu mánuðum í síharðnandi keppni fjölmiðla um prósentulesningu?

Verst af öllu finnst mér þó að í þessum tilnefningum er hvergi að finna orð um bílablaðamennsku. En líklega getum við bílablaðamenn okkur sjálfum um kennt, við sendum ekki inn tilnefningar nú frekar en fyrri árin. Stefni ótrauður á að fá tilnefningu á næsta ári fyrir "afbragðsgóðan reynsluakstur á Skoda Roomster".

(* "Öhm" málefni eru hvorki léttvægari eða ómerkilegri en önnur málefni. Bara ekki alveg eins hard-core fréttir.)

En samt...
Talandi um bíla. Hálendisvegur norður í land?
Enn og aftur: Nei nei nei og nei!
Burtséð frá umhverfissjónarmiðum þá er þetta ekki það sem okkur vantar. Frekar en enn ein jarðgöngin á milli tveggja eftirlifandi kotbænda í sitthvorum firðinum.
Á síðustu dögum hafa orðið tvær bílveltur innanbæjar í Reykjavík. Ég er þess fullviss (án þess að hafa neitt fyrir mér í þessu frekar en nokkru öðru sem ég segi) að einstklega lélegt ástand gatnakerfis Reykjavíkur á þar stóran hlut að máli.

Naglar eru vondir fyrir götur.
Salt er enn verra fyrir götur.

Lærum að keyra.

En... hálendisvegur. Það eina góða sem ég sé við hann er að þá losnum við kannski við þungaflutninga af hringveginum og getum farið að keyra þar óhrædd aftur.

Kannski...
Það eina sem vekur minni eftirtekt en undankeppni Eurovision þetta árið er X-factor.

[]

Dig it? | Röflað kl.16:09 | Word to tha muthafucka?


þriðjudagur, nóvember 7  

Fyrst og fremst:
Mér finnst stundum fyndið hvað þeir sem semja íslenskar auglýsingar hugsa stundum skammt.

Munið þið til dæmis eftir auglýsingunni fyrir hraðþjónustu póstsins?
Einhver gaur gónir út í loftið á skrifstofunni sinni og hann er sýndur reyna að láta daginn líða með því að leika sér með skrifstofuáhöldin og þess háttar.

Svo loksins, í lok dags mætti ætla, kemur póstkallinn og lætur skrifstofukallinn skrifa undir plagg.

Ok... þú ert að auglýsa hraðþjónustu, með því að sýna kall eyða öllum deginum í að bíða eftir henni... hversu sniðugt er það?

[]

Dig it? | Röflað kl.12:47 | Word to tha muthafucka?


miðvikudagur, nóvember 1  

That does it!
Frá og með deginum í dag er ég opinberlega á móti hvalveiðum Íslendinga:
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1231990

Ég er reyndar enn meira á móti mótmælum Bandaríkjamanna... en látum hitt duga í bili.

[]

Dig it? | Röflað kl.11:47 | Word to tha muthafucka?


sunnudagur, október 29  

Fyrst og fremst:
Já. Sunnudagskvöld, kalt og fagurt.
Undanfarna daga hefur maður heyrt héðan og þaðan frasa á borð við "æi, nú á að fara að frjósa um helgina" og þess háttar. Þar sem ég hef ekki enn fullkomnað vald mitt yfir ósjálfráðum viðbrögðum hrekkur af vörum mér við slíkar fréttir eitthvað á borð við "jezzzz!" eða "loxinz".

Þá fussar fólk og sveiar, eins og ég hafi verið að segja að Davíð Oddsson væri hipp og kúl gæi. "Hvað er að þér, finnst þér gott að vera kalt?" og ég svara: "Líttu út um gluggann á rokið og rigninguna, finnst þér það betra?"

Málið er nefnilega að það er ekkert svo erfitt að klæða af sér kulda.
Að klæða af sér rigningu getur hinsvegar verið mikið erfiðaraþ

Eitt af því fyrsta sem maður lærir í vetrar-útivist er að bleyta er lífshættuleg. Frost er hinsvegar ekkert svo slæmt, að minnsta kosti ekki af þeim kaliber sem við fáum hérna á Íslandi. Það er pís of keik.

Að auki er oft frábærlega fallegt veður í frosti og ef maður vill sjá hálendið í sínum fegursta ham þá er það í sólskini, daginn eftir mikla snjókomu og hríð.

Ég gæti farið nánar út í þetta með muninn á bleytu og frosti og hvernig það hefur áhrif á líkamshita og orkuforða okkar, en nenni ekki að gera það núna. Sé til ef eftirspurn verður næg.

Bottom line: Veturinn á að vera kaldur og þurr. Ef þú fílar það ekki geturðu hangið í kaldri sturtu allan daginn og athugað hvort þú fílir það betur.

Og svo...
Í nýju vinnunni gengur allt ágætlega. Erum soldið að berjast við skilin. Merkilegt að þetta er fjórði fjölmiðillinn sem ég vinn á og allstaðar eru sömu vandamálin og hvergi virðist vera nægur vilji til að laga þau.

Svo maður verður bara að sætta sig við að heimurinn er ekki fullkominn.

Hitti gömlu vinnufélagana af Allt- og Birtudeildinni í hádeginu á fimmtudaginn. Það var einkar ánægjulegt. Sjaldgæft að jafn stór hópur fólks sé jafn skemmtilegur.

En samt...
Eyddi gærdeginum með Balsa í bílskúrnum. Til stóð að skipta um bremsuklossa, -diska og einn klafa í spydernum hans. Þegar klafinn var kominn út á gólf sáum við að hann hafði fengið vitlausan varahlut afgreiddan. Great. Skiptum bara um bremsuklossa í renault gamla í staðin.

Kannski...
Var í mat hjá Thorsten og Lóu i gærkvöldi (nammi nammi namm!) þar sem hvalveiðarnar urðu aðalumræðuefni okkar við matarborðið.
Ég veit eiginlega varla í hvorn fótinn ég á að stíga með þetta lengur. Sko. Mér finnst alltílagi að skjóta hvali en mér finnst ekki alltílagi að gera það ef allir hætta að fíla okkur.

...En ef það er þetta sem þarf til að koma í veg fyrir að Nylon gefi út geisladisk, then so be it!

[]

Dig it? | Röflað kl.20:08 | Word to tha muthafucka?


þriðjudagur, október 24  

Fyrst og fremst:
Jæja jæja, ætli maður láti þá ekki undan.
Fyrst og fremst ber að geta þess að lungan úr árinu hef ég verið að vinna sem blaðamaður, mestmegnis i hlutastarfi, og því fékk ég ágætis útrás fyrir bull-þörfina í vinnunni. Það má því segja að blogglostinn hafi verið í lágmarki.
Nú kveður hinsvegar við annan tón, enda hættur á Fréttablaðinu og byrjaður í umbrotinu á Blaðinu. Aðallega til að vera nær Selfossi.

Og svo...
Þessi færsla verður þó sett inn í nokkrum hlutum, eftir því hvað blaðamennirnir hér eru duglegir í dag.
Fyrst af öllu þarf ég að nöldra aðeins yfir femínistum.
Áður en lengra er haldið þarf það að koma fram að ég er jafnréttissinni, en get í ljósi framgöngu og skoðana íslenskra femínista ekki sett mig undir þeirra hatt.

Í frétt á mogganum í dag fara þeir til dæmis fram á að það sé bundið í lög að konur eigi "jafnan rétt" til setu á Alþingi við karla. Nú er staðan auðvitað þannig í dag að þær HAFA jafnan RÉTT. Hinsvegar eru femínistar að meina að hlutfallið eigi að vera jafnt.

Án þess að ætla að gera lítið úr einum eða neinum þá finnst mér alltaf réttara að stefna á að fá hæfasta fólkið í hvert starf. Hvort það þýðir að hópurinn samanstandi af einni konu og nítíuogníu mönnum, eða bara konum - það skiptir hreinlega engu máli. Ekki nema kannski við séum að tala um baðverði. Eða strippdansara (bara varð að skjóta inn smá karlrembu).

Vissulega er ákjósanlegt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast. Ekki síst á Alþingi, þar sem þjókjörnir fulltrúar þessa lands sameinast um að gleyma þegnunum. En að binda það í lög eru mistök. Að hvetja fólk til að kjósa konur í efsta sæti í öllum prófkjörum, burtséð frá því hvort einhverjir karlar gætu átt betur heima þar eða ekki, það eru mistök. Og það er það sem íslenskir femínistar gera um þessar mundir.

Okkar allra brýnasta baráttumál í jafnréttum kynjanna árið 2006 er ekki að lögbinda kynjahlutfall á Alþingi, heldur að tryggja sömu laun fyrir sömu vinnu. Og athugaðu að þá er ég ekki að tala um sama starf, þar sem mér finnst allt í lagi að borga þeim sem standa sig vel í starfi meira en þeim sem koma minnu í verk. Heldur að sama vinna kalli á sömu laun.

Gallinn er sá að á meðan fólk lætur lág laun yfir sig ganga, frekar en að afþakka og leita hærri launa, á það ekki eftir að gerast. Það er nokkuð sem ég þekki persónulega.

En samt...
Hvalveiðar eru mál málanna í dag.
Ég er persónulega hlynntur ábyrgri hvalveiði og er alveg til í að láta hart mæta hörðu í samskiptum þjóðanna og heimsóknum útlendinga (það eru hvort eð er bara Green-Peace vælukjóarnir sem láta þetta stoppa sig og þeir bíta bara gras og drekka vatn sem þeir koma með að heiman, vandlega falið í flöskum í endaþarminum).

Staðreyndir munu vera þær að aðeins er veitt úr stofnum sem eru ekki í útrýmingahættu, æti í hafinu virðist hafa minnkað og ef einhver vill kaupa þetta kjöt er um að gera að veiða dýrin.

Rökin á móti hvalveiðum hafa nefnilega ekkert með hvalveiðarnar sjálfar að gera, heldur viðbrögð alþjóðasamfélagsins við þeim. Þó að erlendir fjölmiðlar haldi reyndar sumir að við séum að veiða dýr í útrýmingahættu eru ekki til nein góð rök fyrir því að nýta ekki þá hvalastofna sem mega við því. Nema að þá verður allt vitlaust í Sviss.

Sviss liggur ekki einu sinni að sjó.

Þegar var ljóst að við myndum byrja að veiða hvali aftur fannst mér gott að við þyrðum loksins að gera eitthvað annað en að lúffa fyrir Bandaríkjamönnum í einu og öllu. En þá mundi ég að Bandaríkin eru næstmesta hvalveiðiþjóð í heimi á eftir Japönum, og hafa reyndar oft verið stærri en þeir.
Yfirskyn Bandaríkjamanna eru frumbyggjaveiðar, sem voru hluti af samkomulagi um bætur fyrir lendur indíananna. Staðreyndin er náttúrulega sú að minnstur hluti þeirra Bandaríkjamanna sem vinna við hvalveiðar eru indíánar, heldur er þetta bara rífandi bissness.

Við erum því enn og aftur ekki að sýna sjálfstæði, frumkvæði og kjark. Við erum bara að gera eins og Pabbi Ameríka.

[Viðbót 25.10.06: Ég fór víst ekki alveg rétt með. Hvalveiðiþjóðirnar (miðað við tölur í fyrra) skiptast svona: Japan (1.233 hvalir), Noregur (647 hvalir), Grænland (193 hvalir), Rússland (126 hvalir), Bandaríkin (68 hvalir), Ísland (39 hvalir) og Kanada (1 hvalur).

Aðeins Norðmenn skýla sér ekki bakvið vísinda- eða frumbyggjaveiðar.]

Kannski...
Er þetta ekki nóg í bili?

[]

Dig it? | Röflað kl.13:45 | Word to tha muthafucka?


þriðjudagur, júlí 18  

Fyrst og fremst:
Það má gera margt verra við tíma sinn en að skoða myndir af henni Djessíku Ölbu.

Til dæmis að spá í olíuverð.

Og svo...
Fór loksins aftur á námskeið hjá björgunarsveitinni í kvöld. Námskeiðið var í fluglínutækni. Skemmtileg græja. Gaman að hitta líka aftur þá hressalinga sem voru þar.

En samt...
Þórsmörk um næstu helgi. Tvöfalt 25 ára ammli. Stuð.
Vinnupartý og þrítugsammli um síðustu helgi. Líka stuð.

Kannski...
Búinn að komast að því að mitt helsta vandamál er að mig langar allt of margt. Er til dæmis, aldurs vegna, búinn að strika geimferðir og Mt. Everest af listanum. Þá eru bara þrjúhundruðogeitthvaðþúsund atriði eftir.
Sumir finna sér eitthvað skemmtilegt og stunda það þangað til þeir verða mjög góðir í því. Ég er meira þannig að ég vil prófa allan andskotann og er skítsama hvort ég er góður í því eða ekki. Ég segi svo sem hvorki að það sé eitthvað betra eða eitthvað verra - þetta er meira svona lóðrétt eða lárétt.

Og þó...
Maggi próförk hefur tekið upp nýstárlegan sið á heimasíðu sinni. Hann kemur með orðagátur og svörin felast í orðatiltækjum úr latínu eða gvuðmávitahvað.

Ég er einfaldlega ekki nógu gáfaður/lesinn til að standa í svoleiðis - en finnst þetta samt ægilega sniðugt.

Svona gáfumannahúmor minnir mig alltaf á eina gáfumannabrandarann sem ég skil (og er þessvegna líklega ekki nógu flókinn til að vera í þeim flokki):

-Það eru til 10 tegundir af fólki í heiminum - þeir sem skilja binary kóða og þeir sem skilja hann ekki.

Sko...
Einn fróðleiksmoli í lokinn. Mig minnir að það hafi verið við hönnun Bugatti Veyron, þúsund hestafla froskabílsins, sem þetta gerðist - endilega leiðréttið mig ef það var við hönnun annars bíls...
En semsagt, það var verið að leita leiða til að gera hann hraðskreiðari - enda átti að slá út hraðamet Koenigsegg bílsins. Í því ferli var ákveðið að breyta speglunum og gera þá minni og enn straumlínulagaðri. Gott og vel - hraðinn jókst pínulítið en við breytinguna missti bíllinn veggrip. Gömlu speglarnir áttu semsagt hlut í því að búa til niðurkraft (downforce) sem ýtti bílnum niður á götuna. (Þegar downforcið er ekki nóg eiga bílar það til að taka á flug og enda úti í runna - sem þykir ákveðinn galli). Því var speglunum breytt aftur og annarra leiða leitað.

Þegar speglarnir eru farnir að hafa áhrif á það hvort þú takir flugið eða ekki - þá veistu að þú ert að fara hratt...

Óverendát.

[]

Dig it? | Röflað kl.23:55 | Word to tha muthafucka?


sunnudagur, júlí 16  

Fyrst og fremst:
Æi, hálf er nú lítið að frétta... svona listar eru að dúkka upp hér og þar, er ekki málið að vera með?


Ég hef?
( ) klesst bíl vinar/vinkonu (Það var í hina áttina...)
( ) stolið bíl (foreldranna)
(X) verið ástfangin
(X) verið sagt upp af kærasta/kærustu
(X) faðmað einhvern ókunnugann (ég er skáti...)
( ) verið rekin/n
(X) lent í slagsmálum (reyndar ekki í mörg ár - það þykir ekki sérlega mikið afrek að lemja mig...)
( ) læðst út meðan ég bjó ennþá heima hjá foreldrunum
(X) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki (voðalega er þetta persónulegt...)
( ) verið handtekin/n (ég er greinilega alltof rólegur!)
(x) farið á blint stefnumót (já já - með blendnum tilfinningum og árangri)
(X) logið að vini/vinkonu (sumt er bara fyrir mann sjálfan...)
(X) skrópað í skólanum (it's almost an art-form)
(X) horft á einhvern deyja
( ) farið til Canada
( ) farið til Mexico
(X) ferðast í flugvél (who hasn't?)
( ) kveikt í mér viljandi (væri það ekki pínu skrítið?)
( ) liðið yfir þig (helv... nálægt því samt)
( ) borðað sushi (hah! Fat chance!)
( ) farið á sjóskíði (er á listanum...)
(x) farið á skíði (skammast mín samt pínu fyrir það)
(X) hitt einhvern sem ég kynntist á internetinu
(X) farið á tónleika
(x) tekið verkjalyf
( ) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna (það þyrfti nú að vera svona 1-10 skali á sumum þessara spurninga)
(X) legið á bakinu úti og horft á skýin
(X) búið til snjóengil
(x) haldið kaffiboð (og ég drekk ekki einu sinni kaffi...)
(X) flogið flugdreka
( ) byggt sandkastala (en ég hef smíðað upp bíla!)
(X) hoppað í pollum
(x) farið í ?tískuleik? (dress up)
( ) hoppað í laufblaðahrúgu
(X) rennt mér á sleða
(X) grátið
( ) svindlað í leik (ekki svo ég muni)
(X) verið einmana (I'm only human...)
(X) sofnað í vinnunni/skólanum (oftar en oft)
( ) notað falsað skilríki (enn og aftur... of rólegur...)
(X) horft á sólarlagið (döh...)
(X) fundið jarðskjálfta
(X) sofið undir berum himni (ekkert sem toppar það)
(X) verið kitlaður (don't you dare!!!)
(X) verið rændur (Aðallega af gömlum vinnuveitanda)
(X) verið misskilinn
( )klappað hreindýri/geit/kengúru (nei, en ég borðaði einu sinni ís í brauði...)
(X) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi
( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla
(X) lent í bílslysi (slys og ekki slys, eitthvað smávægilegt líkamstjón allavega)
(X) verið með spangir/góm
(X) liðið eins og ég passaði ekki inn í/þriðja hjól undir vagni
( ) borðað líter af ís á einu kvöldi
(X) fengið deja vu
( ) dansað í tunglskininu
(x)fundist þú líta vel út (maður á nú sína skárri daga eins og aðrir...)
(X) verið vitni að glæp (t.d. þátttöku Íslands í innrásinni í Írak)
(X) efast um að hjartað segði þér rétt til (til þess er það... að villa um fyrir heilanum.)
( ) verið gagntekinn af post-it miðum (ég er skrítinn, en common...)
( ) leikið mér berfættur í drullunni
( ) verið týndur (mjög teygjanlegt hugtak fyrir fjallageitur)
(X) synt í sjónum
(X) fundist ég vera að deyja (og vonað að það tæki fljótt af...)
(X) grátið þig í svefn (hey - það er erfitt að vera ungur)
(X) farið í löggu og bófa leik
( ) litað nýlega með vaxlitum
(X) sungið í karaókí (hah - þessu áttirðu ekki von á!)
(X) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum
(X) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki
(X) hringt símahrekk
(X) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér
(X) stungið út tungunni til að ná snjókorni
( ) dansað í rigningunni (ég er skáti - ég dansa ekki)
( ) skrifað bréf til jólasveinsins (þeir voru nú þrettán í mínu ungdæmi)
( ) verið kysst/ur undir mistilteini (ekki svo ég muni - ég held ég hafi aldrei séð mistiltein með berum augum?)
(X) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
(X) blásið sápukúlur
(X) kveikt bál á ströndinni
(X) komið óboðin/n í partý.. (sveigjanlegt...)
( ) verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í (ég er svo ógeðslega skemmtilegur!)
(X) farið á rúlluskauta/línuskauta (gekk nú ekkert sérlega vel)
(X) hefur einhver óska þinna ræst
( ) farið í fallhlífastökk (sénsinn...)
( ) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig
(X) gert þig af þvílíku fífli fyrir framan fullt af fólki (well... it's in my nature)
(X) farið nakin í sund (gerði kannski minnst af því að synda samt...)
(X) rennt þér á grasinu á snjóþotu (Næstum því, hef verið í Hlíðafjalli um páska.)
(X) logið fyrir vini þína
( ) fengið sms frá einhverjum sem þú veist ekkert hver er og byrjað að spjalla við manneskjuna (ég hef bara ekki svo mikinn frítíma (og er þessvegna að svara þessum listum))

[]

Dig it? | Röflað kl.20:04 | Word to tha muthafucka?


þriðjudagur, júlí 4  

Fyrst og fremst:
Já já... síðustu dagar og vikur hafa verið með besta móti. Ég fékk skemmtilega heimsókn í maí, Ninni vinkona mín frá Finnlandi kom í tíu daga heimsókn með kærastanum sínum, honum Östis, og við ferðuðumst um landið og prófuðum ísklifur, river-rafting, brettabrun á Langjökli, siglingu á jökulsárlóni, hellaskoðun, baðferð í heitan læk og svo fengum við okkur kjötsúpu á Arnarstapa.

Eftir það hefur undarlega gengið verið duglegt að ferðast og margt skemmtilegt drifið á okkar daga. Þar fyrir utan er ég búinn að reynslukeyra nokkrum bílum í vinnunni sem mér þótti gaman að prófa, og hitta eitt helsta átrúnaðargoð mitt, Christian von Koenigsegg.

Þannig að... ég ætla ekkert að röfla um stjórnmál að þessu sinni.


Og svo...
Verð hinsvegar að skjóta því hér inn að mér fannst smekkleysa í auglýsingaheiminum öðlast nýja vídd þegar ég sá auglýsingu frá Orkuveitu Reykjavíkur. Einhver ungur leikari dansaði fram og til baka um skjáinn og sönglaði "svona viljum við hafa það" um leið og hann sýndi þykjustusyni sínum hvernig hálendið væri virkjað í bak og fyrir til að hægt sé að kveikja á ljósunum heima hjá sér. Í auglýsingunni fólst gríðarlega sterkt statement af hendi Orkuveitunnar, sem og subbulegur boðskapur til yngri kynslóðarinnar.

Þar var hinsvegar ekkert að finna um álver og lægsta raforkuver í heimi sem eingöngu býðst útlendingum.


En samt...
Veit einhver hvernig staðan er á raforkuframleiðslu með efnaröfulum? Ég prófaði bíl um daginn sem var knúinn efnarafli og eftir það hef ég verið að spá í hvort sé ekki hægt að búa til rafmagn í stórum stíl með þeim hætti. Varmaorku-rafmagnsframleiðsla er einfaldlega ekki náttúruvæn - hún leggur í rúst stór landsvæði, líkt og sjá má á Hellisheiði.


Kannski...
Hef svolítið verið að spá í utanlandsferðum undanfarið. Út frá því kveiknaði gamli draumurinn um að flytjast búferlum frá eyjunni afskekktu í norðri og setjast að á móðurjörð breska heimsveldisins. Þekkir einhver einhvern í Englandi sem getur reddað vinnu? Get unnið 2-3 tíma á dag, en ekki ef það rignir eða ég er latur. Frí alla föstudaga.

[]

Dig it? | Röflað kl.00:26 | Word to tha muthafucka?


föstudagur, júní 23  

Fyrst og fremst:
Rakst á þetta í gögnum sem ég á frá 2001:

Stundum finnst manni að þeir sem vinna við heilbrigðismál hljóti (eða a.m.k. verði) að vera óbrigðult og stórgáfað fólk sem hugsar alveg geysilega skýrt.

Það virðist hins vegar vera að því geti vafist tunga um tönn og jafnvel leiðst út á villigötur þegar kemur að því að tjá sig.... ja, skoðið bara sjálf:


Í þessu samhengi er Ísland ekki útlöndIngibjörg Pálmadóttir á heilbrigðisþingi

Há slysatíðni sjómanna hefur slæm áhrif á heilbrigði þeirra.
Af sama heilbrigðisþingi

Sumt líkamstjón, t.d. það sem veldur dauða, er svo kostnaðarsamt fyrir
viðkomandi og jafnvel aðstandendur hans að þeir geta verið reiðubúnir að
verja öllu sínu fé til að forðast það.
Úr Heilbrigðisáætlun sem gefin er út af ráðuneytinu

Eftir talsvert ýtarlega, gagnrýna athugun á fyrirliggjandi athugunum
komst Elvik (1993) að þeirri niðurstöðu að virði tölfræðilegs lífs til
nota við mat á þjóðhagslegri hagkvæmni aukins umferðaröryggis væri 104
millj. kr. á verðlagi ársins 1995.

Úr Heilbrigðisáætlun sem gefin er út af ráðuneytinu

[]

Dig it? | Röflað kl.22:31 | Word to tha muthafucka?


mánudagur, maí 8  

Fyrst og fremst:
Ég held að það hljóti að vera gaman að vera stjórnmálamaður. Að minnsta kosti fyrir kosningar. Maður fær að lofa fullt af hlutum og ef maður virkar sannfærandi er séns að fólki lítist vel á mann.

"Já, þetta er góður gæi - hann hugsar svo vel um okkur hin."

Mesta hættan er auðvitað sú að maður fari að trúa því sjálfur að maður ætli í raun að efna loforðin.

Let's recap: Mannstu hverju meirihlutaflokkarnir í þinni sveitarstjórn lofuðu fyrir fjórum árum? Mannstu hversu mikið þeir hafa staðið við? Mannstu hversu margar ákvarðanir sem voru teknar í stjórnunartíð þeirra flokka eru þér ekki að skapi?

En þetta er auðvitað ekki svo einfalt. Sumir flokkar eru nefnilega einstaklega lagnir við að eigna sér framfarir, þó svo að þær séu einkaframtak, eða jafnvel ekki á mannlegu valdi.

"Við sögðumst vilja bíó - og nú er komið bíó!" Eftir rúmlega 20 ára loforð að hálfu allra framboðsflokka á Selfossi, síðar Árborg, var loks um einkaframtak að ræða sem bærinn hafði álíka mikið að gera með og hvert annað kompaní sem hyggur á rekstur í húsnæði á vegum sveitarfélagsins. Rétt nóg til að eigna sér heiðurinn.

Bara svo ég taki nærtækt dæmi.

Í Riggavigg er annað uppi á teningnum. Þar keppast stóru flokkarnir við að þykjast betri en hvor annar. R-listinn er enn að sópa upp skítinn eftir stjórnartíð sjálfstæðismanna, sem á móti benda á þá galla sem þeir tóku sjálfir þátt í að skapa, merkja þá R-listanum og lofa bót og betrum, verði þeir kosnir. Það gleður mig óendanlega að í Reykjavík sé loksins orðið nógu mikið af fólki sem áttar sig á því út á hvað sjálfstæðisflokkurinn gengur út á í raun og veru; ég, um mig, frá mér, til mín.

Ekki svo að skilja að R-listinn sé fullur af dýrlingum. Það jaðrar við þjóðaríþrótt hjá þeim að lækka skatta en hækka þjónustugjöld á móti, og helst aðeins betur. Það er auðvitað auðvelt að lofa skattalækknum með þessum formerkjum. Ég gæti reynt eitthvað svipað:

"Þetta verkefni kemur til með að kosta þig 10.000 kr!"

Og við útskrift reikninga:

"Verkefni: 10.000 kr. Þjónusta tengd verkefni: 95.000 kr."


Og svo...
Ég hélt alltaf að fólk sem talaði illa um stjórnmál væri bara ekki nógu vel að sér í þeim. Trúði því í barnslegri einlægni minni að stjórnmálamenn létu stjórnast af hugsjónum og almannaheill.

Þannig hefur það auðvitað aldrei verið. Stjórnmál snúast fyrst og fremst um að tryggja hagsmuni ákveðinna fylkinga. Það er ekki nema rétt í kringum kosningar sem kjósendur ná upp á pallborðið.

Eftir því sem ég heyri og les meira um stjórnmál er það að kristallast fyrir augum mér að íslensk pólitík er fyrst og fremst leikur þeirra sem taka þátt, ekki ósvipað borðspilinu Risk.

Samskipti stjórnmálaflokka einkennast af "ef þú klórar mér núna, þá klappa ég þér á morgun" og einstaklingurinn í flokknum gerir hvað sem hann getur til að fá að halda áfram að spila. Því við vitum öll að það er leiðinlegt að vera "úr" í leik, sama hvaða nafni hann nefnist.

Þetta holdgerist nánast í einni frægri setningu:

"Á Alþingi eru tvö lið..."

Ef þú mannst ekki hvaðan þessi setning er komin áttu ekki skilið að vera með kosningarétt - vertu heima á kjördag... fyrir okkur hin!


En samt...
Það er fátt sem nær manni meira upp á háa c-ið en stjórnmálaumræða. Ég viðurkenni fúslega að ég fylgist ekki nógu mikið með einstaka málsmeðferðum til að taka þátt í vitrænni umræðu um viðfangsefni líðandi stundar. Til þess er ég með of mikla óbeit á leiknum. Leikurinn er leikur þeirra sem spila, ekki þeirra sem eru færðir fram og til baka á spilaborðinu.

Á ferðalögum mínum til annarra (mikið væri gaman að geta sagt "fjarlægra" - ég þarf að fara að vinna í því) landa þykir mörgum merkilegt að hitta fyrir mann eins og mig; Íslending. Þeir sem eru vel að sér í sögu spyrja gjarnan hvort við "eigum ekki elsta þing í heimi".

Og ég svara "Jú, og það er ekki ennþá farið að virka".

Sú uppstilling sem er viðhöfð, ekki bara á Alþingi, heldur í allri opinberri stjórnsýslu, að hafa stjórn og stjórnarandstöðu, er sennilega það sem gerir þetta stjórnarfar gríðarlega óskilvirkt. Og þá er ég ekki einu sinni að tala um sambandsrofin við kjósendur - þau hafa verið til staðar síðan fyrsti alþingismaðurinn fékk næg laun til að lifa á.

Nei, ég er að tala um allt karpið og málamiðlanirnar sem þetta hefur í för með sér. Ekki endilega af því að flokkarnir eru ósammála, heldur af því að þeir verða að láta í sér heyra, og benda á hvaða agnúa sem er. Það er hlutverk þeirra. Ef þeir gerðu þetta ekki mundi almenningur gleyma þeim. Nema kannski Össuri Skarphéðinssyni - maður sem er jafnleiðinlegur og hann gleymist seint, hvað þá ef hann er sérfræðingur í kynlífi fiska.


Kannski...
Og rót vandans, tel ég, liggur í flokkakerfinu. Ef kosningar snerust um einstaklinga, en ekki flokka, og allir kjörnir myndu svo mynda sameiginlegt stjórnarafl næsta kjörtímabil, væri þetta að mörgu leiti einfaldara. Þá væru ekki tvær stórar blokkir að berjast og fólk hefði tíma til að sinna okkur kjósendum - að ég tali nú ekki um kosningaloforðinu.

En líklega stafar þetta af enn djúpstæðari vanda; þörf mannskepnunnar fyrir því að flokka sig og aðra og tilheyra hópi. Svo virðist vera að fólk eigi mjög erfitt með því að meta fólk út frá einstaklingseiginleikum og dragi annað fólk, og sig sjálft, stanslaust í dilka, sem ættu í raun ekki að skipta neinu máli. Tökum dæmi:

"Við unnum í gær" - það allra sorglegasta, þegar fólk flokkar sig eftir íþróttafélögum sem það horfir á í sjónvarpinu heima í stofu.

"Hommar eru yndislegt fólk" - ég þekki alveg leiðinlega homma, þeir eru bara misjafnir eins og annað fólk.

"Ég hef alltaf verið hrædd við svertingja" - munið þið eftir sögunni um Eddy Murphy í lyftunni?

"Selfyssingar eru hnakkar sem hlusta bara á FM" - já, einmitt. Sjáðu bara Ármann Inga.

"sjálfstæðismenn eru beinir afkomendur djöfulsins" - ég held reyndar að það gæti verið sannleikskorn í þessu... þ.e.a.s. ef ég tryði á guð - og þarafleiðandi djöfulinn.

Þannig að það er í raun mjög vitlaust að flokka fólk yfir höfuð, en sennilega nauðsynlegt af því að við höfum þörf fyrir að eiga samastað í veröldinni. Hann finnum við í okkar hópum og þar afleiðandi myndast andstæðingarnir "við" og "þeir".

Og svo má kannski segja að ef fólk vill endilega tilheyra hópi, þá getur það bara sætt sig við afleiðingarnar.

Ef Leeds tapar leik, þá þýðir ekkert að væla - þú kaust sjálfur að halda með þeim, fíflið þitt.

Ef þú skilgreinir þína eigin persónu fyrst og fremst eftir þinni eigin kynhneigð, þá skaltu bara sætta þig við það að annað fólk geri það líka.

Þeir sem eru of uppteknir við að tilheyra kynstofni til þess að líta á sjálfan sig, og aðra, sem persónu, óháð félagslegum aðstæðum, verða bara að sætta sig við að þeir verða aldrei hluti af mannkyninu, bara einum hluta þess.

Ef þú hlustar á FM og litar á þér hárið... er þér þá ekki alveg sama hvort þú ert kallaður hnakki eða ekki? Þú ert það hvort eð er...

Út frá þessu má því segja að það sé í ákveðnum tilfellum í lagi að draga fólk í fyrirfram fordæmda dilka, og því vel við hæfi að enda þetta raus á eftirfarandi staðhæfingu: "Það er ekkert til sem heitir stjórnmálamaður - bara stjórnmálaflokkar."

[]

Dig it? | Röflað kl.16:02 | Word to tha muthafucka?


fimmtudagur, mars 9  

Fyrst og fremst:
Snillingur vikunnar er hiklaust Styrmir Moggaritstjóri. "Byrjaðu að klæða þig úr, ég kem eftir tvo daga...!"

Einhvernvegin svona var höstl ársins - í tölvupósti til Jónínu Ben.

Samt eitt sem ég skil ekki. Ef ég hefði jafn svakalegt álit á mér sem höstler og Stymmi gerir greinilega (að geta ætlast til þess að einhver kona bíði berrössuð í tvo daga eftir sér...) - væri maður þá ekki að setja markið ögn hærra en Jónínu Ben?

Og svo...
Lumma vikunnar eru stjórnmál. Allir flokkar eru að undirbúa stórsókn á næstu vikum og koma til með að segja þér nákvæmlega það sem þeir halda að þú viljir heyra. Hvernig vitum við hvort við getum treyst þeim? Jú, finndu kosningaloforð og stefnumál sem eru orðin 4 ára gömul og berðu þau saman við ástandið heima í héraði í dag. Kosningabarátta er sirkus sem er settur á svið til að ná atkvæðum. Samhengi baráttunnar við raunveruleikann rofnar í allsherjarfylleríi á kosninganótt.

Vertu Íslendingur. Skilaðu auðu.

En samt...
Djók vikunnar er brottför Árna Magnússonar úr stjórnmálum. Sú var tíðin - þegar lýðræði þjóðarinnar var ungt - að efnamenn settust á þing. Þeir töldu sig eiga meiri hagsmuna að gæta en aðrir og töldu þeirra best gætt með þá sjálfa við stjórnvölinn. Þá var leiðin semsagt: Ríkur - Ferð á þing.

Nú hefur dæmið snúist við. Ef þú ert nógu sveigjanlegur og þrautseigur getur hver sem er endað á þingi, unnið sig upp metorðastigann með fögrum loforðum um betri tíð og labbað svo frá öllu saman í milljón kall á mánuði hjá hinum eða þessum bankanum.

Góðu fréttirnar eru kannski þær að við þessa leikfléttu datt Siv Friðleifs aftur inn í ráðherrastól. Að vísu ekki þann gamla góða, heldur heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Siv hefur alltaf verið í smá uppáhaldi hjá mér og mér var illilega brugðið þegar henni var sópað út fyrir nokkrum mánuðum.

Auðvitað er samt galli á gjöf Njarðar. Heilbrigðismál íslensku stjórnarinnar eru í svo miklum ólestri að það gæti orðið banahögg Sivjar að stökkva um borð í þessa sökkvandi skútu.

"Hvaða ólestri," spyrð þú? Jú sko... Finnst þér ekkert athugavert við það að á sama tíma og áætlað er að dæla milljörðum í nýtt hátæknisjúkrahús er erfitt að manna allar vaktir á þeim sjúkrahúsum sem fyrir eru, vegna takmarkaðra fjárframlaga. Á landsbyggðinni prísa menn sig sæla ef þeir geta haldið skurðstofum opnum nokkra daga á ári og þó að læknar okkar búi yfir þekkingu, reynslu og mannafla til að þjónusta miklu fleiri sjúklinga og framkvæma miklu fleiri aðgerðir geta þeir það ekki vegna þess að það er ekki til peningur.

Hverskonar þjóð setur heilbrigðismál í bakgrunn í fjárlögum og ætlar samt að byggja hátæknisjúkrahús a la Orkustofnun (ég gerði óvart ásláttarvillu og skrifaði Okurstofnun... það var alveg fyndið...)???

Fólk vill ekki nýjustu tækni. Það vill bara komast af biðlista og inn til læknanna!!!

Kannski...
Sorg vikunnar eru framkvæmdirnar á Hellisheiði. Síðar á þessu ári verða þar rétt tæplega 90 borplön, hvert um sig með pípulagnir í átt að Hellisheiðavirkjun. Hvað verður þá um Hellisheiði sem útivistarsvæði?

Af hverju fór Hellisheiðin, sem iðar af mannlífi allar helgar (maður sér það reyndar ekki nema maður viti hvar á að leita), ekki í umhverfismat?
Hellisheiðin versus Kárahnjúkar - staður sem fæstir Íslendingar vissu að væri yfir höfuð til - mér finnst að einhver hafi sofnað á verðinum. Er kannski allt í lagi að skemma útivistar- og náttúruperlu, bara af því að hún er innan við klukkutíma akstur frá höfuðborginni? Hvar eru helv... náttúrufanatíkurnar núna?

[]

Dig it? | Röflað kl.00:17 | Word to tha muthafucka?


þriðjudagur, janúar 31  

Fyrst og fremst:
Snillingur vikunnar er Reykjavíkurangi sjálfstæðisflokksins í heild sinni.

Löngu fyrir kosningar: "Já já, dömpum þessari helv... bensínstöð í Vatnsmýrina"

Skömmu fyrir kosningar: "Þessi bensínstöð í Vatnsmýrinni er umhverfisslys á heimsmælikvarða og það ætti að leggja R-listann af, enda er hann 100% ábyrgur fyrir þessari ósköp!"

Þarf eitthvað að ræða þetta frekar?

Og svo...
Lumma vikunnar að þessu sinni er "Góða daginn" þegar klukkan er orðin 18.00 eða meira. Ég veit að við búum á Íslandi og það er meira og minna grátt "status quo" hérna allt árið - en þetta er samt pínu eins og að rugla persónufornöfnum.

Það talar enginn um forsetann sem "hana". Enda er svosem voðalega lítið talað um forsetann þessa dagana. Vona að hann hafi það nú samt fínt, kallinn.

En samt...
Djók vikunnar er krafa Samtaka verslunarinnar um að eingöngu verði selt tóbak og áfengi í komuhöfn fríhafnarinnar í KEF.

Einokunarverslun er fyndin út af fyrir sig, sem og tilraun SV til að taka af Íslendingum þann litla verslunarlega munað sem þeir hafa innan landssteinanna, en langfyndnast er að ætla samt að halda áfram að selja áfengi og tóbak. Af hverju í ósköpunum???

Kannski...
Sorg vikunnar er hiklaust hvað ég fann fá Scooter-lög þegar ég flutti MP3 safnið yfir á nýju tölvuna. "It's nice to be important, but it's more important to be nice!"

Strax á hæla þess kemur titilssvipting Hr. Íslands. Af því að hann djammar, finnst víbratorar fyndnir og er með sódómískan sjónvarpsþátt á einhverri stöð sem ég nenni ekki einu sinni að horfa á. Kommon maður, hvað eru brúnir, ljóshærðir, buffaðir strákar að gera annað á Íslandi þessa dagana? "Passa börn, ferðast og stuðla að heimsfriði"? Nja, held ekki.

Hnakki hvað?

[]

Dig it? | Röflað kl.01:07 | Word to tha muthafucka?


föstudagur, desember 9  

Fyrst og fremst:
Er það ímyndun í mér eða...

...verður Jónína Ben líkari Gísla Rúnari með hverju árinu?

...er Baugsmálið orðið pínu þreytt?

...er Gísli Marteinn fluttur af landinu?

...eru að koma jól?

[]

Dig it? | Röflað kl.17:17 | Word to tha muthafucka?


fimmtudagur, október 27  

Fyrst og fremst:
Sko... ég blogga lítið. Ekki af því að ég er latur. En heldur ekki af því að ég er lítið við tölvuna. Meira svona af því að þegar ég er við tölvuna... er ég oftast að gera eitthvað annað.

Og svo...
En það er gengur náttúrulega ekki að blogga aldrei. Svo ég ætla að koma mér upp svona litlum þáttum til að auðvelda mér bloggið. Fyrsti þátturinn sem er kynntur fram á sjónarsviðið er "Snillingur vikunnar" í boði Black Magic (dósin er að minnsta kosti flottari).

Snillingar vikunnar að þessu sinni eru tveir, þeir Sævar og Völundur. Eftirfarandi samtal (orðrétt eða ekki...svona eftir minni) átti sér stað í kvöld á Hellisheiðinni:

V: "Noh, amma kom víst í heimsókn í kvöld og ég ekki heima. Búin að plana þetta og allt."

S: "Sat hún bara og prjónaði meðan hún beið eftir þér?"

V: "Þessi amma mín prjónar ekki. Hún samkeyrir gagnagrunnsfærslur."

Og stuttu síðar:

E: "Hvað er þetta?"

S: "Samanburðarrás."

E: "Til hvers er hún?"

S&V í kór: "Til að bera saman."

E: "?"

V: "Þetta er lakkrísrör, hálfvitinn þinn!"

S: "Eee... nei, þetta er samanburðarrás."

En samt...
Svo var ég í nýliðaprófi um daginn. Er að bíða eftir líkamlegu og andlegu þreki til að setja myndir frá Palla inn á undarlegu síðuna. Þið getið samt skoðað þær hér.

Prófið hófst kl. 19.00 á föstudagskvöldi og stóð í 29 klukkutíma non-stop.

Kannski...
Klukkan er hálftólf á miðvikudagskvöldi og ég er að svíkjast undan vinnu. Meira seinna.

[]

Dig it? | Röflað kl.00:16 | Word to tha muthafucka?
This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Weblog Commenting by HaloScan.com
Svona linka-dót
Svona gamalt dót